<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, desember 31, 2003

Gleðskapur í vændum

Fólk er að melda sig inn í gleðskapinn. Ég heyrði í kvöld að Frikki og Gunnhildur kæmu ekki en átti svo símtal örlitlu síðar og heyrði þá að þá kæmu. Það er gleðiþorsti í mér. Ég kem slakur til leiks, maður hleypur best þegar maður er afslappaður. Ef maður er uppspenntur þá súrnar maður upp og eins er það með gleðina. Hagfræðin gleðinar snýst um það að njóta augnabliksins, hámarka gleðina í núinu. Bla, bla...

Bensi vill sleppa pottinum, ég skil þá afstöðu, þreif víst ekki síðast. Hvað segið þið annars? Ég er að hugsa um að spara mig fyrir Nesið - veit ekki hvað lokadagur ársins mun bjóða upp á...

Sjáumst þann þriðja á nýju ári.

föstudagur, desember 26, 2003

heija!
er komin endanleg dagsetning á jólaendaloka- siglunespartýið?
annars bara í sömu innipúkastemmingunni og sveinborgin. afrekaði þó að fara í bílskúrinn og tjöruhreinsa bílinn hans pabba sem var æði skítugur bara...
glædelig jul fra julesibben!

laugardagur, desember 20, 2003

Sæl öll sömul, og ég meina það. Ég setti þessar vangaveltur mínar hér fyrir neðan óvart á vefinn. Það var ekki vísvitandi gert að troða þessu upp á ykkur. En ég spáði í hugrekkið áðan og set það ekki á Siglunesspjallið í þetta skiptið. Helga verður bara að finna út úr þessum flutningavandræðum. Sniðugt væri hjá þér Helga að halda eftirpartý eftir Siglunesgleðina, sem verður einhvern tímann í morgunsárið og sjá svo til þess að fólk hjálpi til við að pakka og flytja þegar það vaknar upp. Ef ég verð í sama ástandi og eftir lokaferðina 2002 þá er ég maður í allt. Ég get steikt beikon og verið hress, ekki málið að bera kassa og svona.

Er biti á Vita fyrir jólin? Nota eitthvert hádegið, svona til að taka stöðuna.

fimmtudagur, desember 18, 2003

Sjúkdómavæðing - meinavæðing

Þegar ég var yngri þá langaði mig í spangir, gifs og hækjur. Þetta var lífsreynsla sem ég þráði þegar ég var svona 11-12 ára. Víravirki og víraflækjur utaná andlitinu, svona heví-spangir, voru eitthvað sem heillaði mig. Mig langaði í gifs á útlim, þá hugsaði ég sérstaklega til þess að fá gifs á fótlegginn fyrir neðan hné eða þá á hægri hönd fyrir neðan olnboga svo ég gæti ekki skrifað og væri löglega afsakaður frá heimaverkefnum um hríð, sem ég var reyndar duglegur við að leysa. Talandi um skólaverkefni þá minnist ég þess hversu mikinn metnað ég hafði þá, maður var í eilífri keppni við að vera fljótastur að reikna dæmablað, gera úrdrátt í tíma og þess háttar og hlaupa síðan með verkefnið upp að borði kennarans svo að við lá handalögmálum, en nóg af því, snúum okkur að spöngum, gifsi og hækjum. Líklega hefur áhugi minn á gifsi frá olnboga og niður að fingrum kviknað þegar ég horfði á Gary Liniker á HM '86 í Mexíkó. Liniker fékk þar að spila með gifs og skoraði vel. Liniker skoraði reyndar 49 mörk fyrir enska landsliðið að mig minnir.
En engar fékk ég spangirnar og ekkert gifs hef ég fengið hingað til. En hækjur fékk ég að prófa. Eftir að hafa snúið mig á ökkla á handboltaæfingu með Stjörnunni þá hoppaði ég allra minna ferð á vinstri fæti og var hálf óður svo ég leigði mér hækjur. Það var lítið fjör svo ég skilaði þeim tveimur dögum síðar. Mér leið hálf asnalega að vera á hækjum í Versló. Ég hugsaði til þess að eitt sinn hefði ég þráð það heitt að prófa hækjur. Maður var alltaf æstur í að prófa hækjur ef einhver náði að vinna sér tjón eða þá að einhver vann einhverjum tjón; sbr. bíll eða hrindingar á svelli. Ég hugsaði um hvort ég fengi meðaumkun samnemenda minna en varð einskis vísari. Það eina sem ég hafði upp úr krafsinu voru óþægindi af blóðugum bjúguðum fæti og það að ég missti af turneringu með handboltaliðinu, þar sem ég spilaði stöðu hægri skyttu. Líklegast var hátindinum náð á handboltaferlinum þetta ár. Var í horninu hjá Fram en skipti yfir og spilaði skyttu þann veturinn. Ég gerðist einnig svo frægur að vera boðið í æfingahóp meistaraflokks Stjörnunnar sem var undir stjórn Viggó Sigurðssonar á þeim tíma. Ég mætti á þrjár æfingar en sleppti svo æfingum vegna anna í nemendamóti og hef ekki mætt síðan.

En af sjúkdóma - og meinavæðingunni. Þarna átti sér augljóslega stað sýki eftir meinum og krankleika svo ég gæti náð takmarki mínu, en svo þegar á hólminn var komið með hækjurnar þá var þetta ekki sú gleði sem ég hafði búist við. Fólk hefur vott eða snert af vænisýki, athyglissýki, eymslum í baki og hálsi, taugaveiklun og ýmsu öðru sem nöfnum má gefa. Á síðustu árum hefur greiningu á allskonar sýki fleitt fram og nú er fólk farið að fá bætur sem átti ekki kost á því hér áður fyrr. En punkturinn hjá mér er ég veit ekki hver. Kannski sá að vandamálin eru oft í höfðinu á okkur sjálfum og útgönguleiðin er auðveldari heldur en við höldum því oft miklum við hlutina fyrir okkur og berjumst við ímyndaða veggi og vindmyllur eins og riddarinn hugumprúði Don Kítóde. Oft er það þannig að aðrir geta ekki gert hlutina fyrir mann og máltækið segir að guð hjálpi þeim sem hjálpa sér sjálfir. Fjölhyggjumaðurinn verður að treysta á sjálfan sig og vinna á sínum takmörkunum sjálfur, blása í sig eldmóði því allt er hægt er viljinn er fyrir hendi.
Árni ósáttur við Helgu

Ég vil koma því á framfæri við Helgu á vefnum að ég er mjög óánægður með þá tilhögun Helgu að flytja norður 1. jan. Vil ég að hún taki það til alvarlegrar endurskoðunar svo hún komist í gleðskapinn. Það getur einnig verið erfitt að flytja hinn fyrsta dag á nýju ári. Hef heyrt að það boði ógæfu. Svo er hætta á því að fólk týni hlutum og brjóti og skemmi vegna timburmanna sem hrjá fólk oft á þessum degi.
....og sveinborg er með flottustu email addressu sem ég hef séð: sveinbor@hi.is


skrens í glens!

ég vil hafa partí 3. jan líka, það er góð dagsetning. og og ég vil líka að helga komi.

sigurbjörn 24. ára

miðvikudagur, desember 10, 2003

3. jan

Er ekki bara málið að halda partý 3.jan. Man samt seinast að það var á reiki hvenær partíið ætti að vera. Man einnig að partíið var rólegt. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvort betra væri að halda svona gleðskap milli jóla og nýárs eða í byrjun janúar. Sagði sjálfum mér að allir væru hæper eftir jólafjörið og í gírnum en í byrjun janúar væru allir þreyttir sem væru ekki keppnis.

Minnir að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum með þetta janúarpartí síðast. Maður gerir stundum svo miklar væntingar - setur sig í fjörgírinn og býr sig undir vitleysu. Þegar ég nefndi þetta einhvern tímann við einhvern þá sagði sá hinn sami að fólk væri að þroskast. Æ, þá er ég bara svona barnalegur, enda bý ég í kjallaranum hjá foreldrum mínum. Samt var nú fjörugt partí í sumar. Þetta er allt undir fólkinu komið, ekki að aldurinn sé málið, eru áhyggjurnar að sliga fólk. Samt er ekki málið að endurtaka sama fjörið og var síðast. Maður þarf að finna upp á einhverju örðu heldur en rjómasprautum og slökkvitækjum. Einnig er það svo að svona vitleysa fellur misvel í kramið hjá fólki.

Vitabar 20. desember kl. 13.00. Stefnum á það..

mánudagur, desember 08, 2003

Partýmál

Einmitt, já. Partý niðr'í Nesi. Milli jóla og nýárs eða laugardaginn 3. janúar. Hvað segið þið? Svo er það bóndinn á Bjargi. Eru þið með tillögur að jólaglaðningi fyrir 6000 krónur?
Biti á Vita og póstföng

Það hefur lítið verið skrifað hérna eins og Lena segir réttilega. Hvernig væri ef þið létuð póstföng inn á síðuna - blogguðuð þau svo Bensi gæti boðið þeim inngöngu. En Helga, ekkert blogg frá þér, hélt þú værir æst í bita á Vita. Sama hér, skólinn súr, ég er búinn 20. des, súrt það.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?