föstudagur, nóvember 28, 2003
Vitabar
Ég er hjartanlega sammála Þránni Bertelssyni, hreyfing er besta leiðin til að sporna gegn þunglyndi. Ekki það að ég sé þunglyndur, en stundum er maður súr - skólinn súr og svona. Þá er það eina sem maður þarf að gera að hreyfa sig aðeins, endorfín er það eina löglega.
En Vitabar á laugardaginn kl. 13.00 er góð hugmynd - eða mánudags- eða þriðjudagshádegið. Hvað segið þið?
Giorgio
Ég er hjartanlega sammála Þránni Bertelssyni, hreyfing er besta leiðin til að sporna gegn þunglyndi. Ekki það að ég sé þunglyndur, en stundum er maður súr - skólinn súr og svona. Þá er það eina sem maður þarf að gera að hreyfa sig aðeins, endorfín er það eina löglega.
En Vitabar á laugardaginn kl. 13.00 er góð hugmynd - eða mánudags- eða þriðjudagshádegið. Hvað segið þið?
Giorgio
fimmtudagur, nóvember 20, 2003
Að vera sniðugur
Það er nú oft þegar menn skrifa á vef að menn vilja vera sniðugir. Það er allt gott og blessað. En stundum er það erfitt - maður hefur oft ekkert sniðugt að segja. Það sem veldur er að maður er ekki að gera neitt ógurlegas sniðugt eða fjörugt sjálfur. Annan pól er hægt að taka í hæðina. Upplýsing er af hinu góða. Ég hef lesið jonas.is upp á síðkastið. Jónas Kristjánsson ritstjóri með meiru er skarpur penni sem slettir blekinu kröftuglega. Hann vitnar oft í erlenda netmiðla sem þykja góðir og eru það.
Fyrir Helgu þá linkar maður svona a href="slóð" orð /a og setur svo < og > fyrir framan og aftan. Hverjir eru annars blogga annars aðrir en ég og Frikki? Gaman væri að fá sögur af fólki, gamlar og nýjar. Ég og Helga höfum meðal annars rætt um stríphneygð íslenskra stúlkna. Ég hef alltaf gaman af því að sjá hold - get ekkert af því gert, en hvað liggur að baki. Þá er ég ekki að ræða Nes-stríp, heldur stríp fyrir alþjóð, forsíður á Bleiku og bláu og G-strengs myndir í Séð og heyrt og svoleiðis. Þær breddur sem stunda þetta fá lítinn sem engann aur fyrir. Það langar alla að koma sér áfram á einhvern hátt en þetta er ekki alveg rétti vetvangurinn. En komið með sögur.
Árni
Það er nú oft þegar menn skrifa á vef að menn vilja vera sniðugir. Það er allt gott og blessað. En stundum er það erfitt - maður hefur oft ekkert sniðugt að segja. Það sem veldur er að maður er ekki að gera neitt ógurlegas sniðugt eða fjörugt sjálfur. Annan pól er hægt að taka í hæðina. Upplýsing er af hinu góða. Ég hef lesið jonas.is upp á síðkastið. Jónas Kristjánsson ritstjóri með meiru er skarpur penni sem slettir blekinu kröftuglega. Hann vitnar oft í erlenda netmiðla sem þykja góðir og eru það.
Fyrir Helgu þá linkar maður svona a href="slóð" orð /a og setur svo < og > fyrir framan og aftan. Hverjir eru annars blogga annars aðrir en ég og Frikki? Gaman væri að fá sögur af fólki, gamlar og nýjar. Ég og Helga höfum meðal annars rætt um stríphneygð íslenskra stúlkna. Ég hef alltaf gaman af því að sjá hold - get ekkert af því gert, en hvað liggur að baki. Þá er ég ekki að ræða Nes-stríp, heldur stríp fyrir alþjóð, forsíður á Bleiku og bláu og G-strengs myndir í Séð og heyrt og svoleiðis. Þær breddur sem stunda þetta fá lítinn sem engann aur fyrir. Það langar alla að koma sér áfram á einhvern hátt en þetta er ekki alveg rétti vetvangurinn. En komið með sögur.
Árni
miðvikudagur, nóvember 19, 2003
Gleðin ómæld og bóndinn á Bjargi
Það er ekki ofsögum sagt að gleðin sé ómæld þegar maður kemst í tæri við spjallsvæði líkt og þetta, enda félagsmenn ekki af verra taginu. Bogi nefndi bóndann á Bjargi og það er ljóst að hann fær óvæntan varning í jólagjöf enda afgangur á Siglunesreikningnum fyrir svo sem einum jólaglaðningi. Við verðum að gefa honum eitthvað nytsamleg, sjampó fyrir konuna og jafnvel dagatal fyrir hann eða gafal í heyskapinn - svo er einnig hægt að senda honum Siglunes-special drykk, það eru einhverjir afgangar af göróttum drykkjum eftir lokaferðina - sullum þessu saman. Góð uppástunga með pottana og Vitabarinn. Próflesturinn fer að plaga mann í næstsíðasta skipti, í bili. Svo ef fólk vill hitta hvort annað frekar þá vil ég benda á það að ég og Bogi erum duglegir að svitna saman í háskólagymminu - tímar kl. 16 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Gaman væri að sjá helgarsögur og myndir.
Ég skoðaði myndir af frænda Nils. Kappinn er 165 cm á hæð er einhleypur og Ozzy er hans maður. Sá hann hjá Jay um daginn.
Giorgio
Það er ekki ofsögum sagt að gleðin sé ómæld þegar maður kemst í tæri við spjallsvæði líkt og þetta, enda félagsmenn ekki af verra taginu. Bogi nefndi bóndann á Bjargi og það er ljóst að hann fær óvæntan varning í jólagjöf enda afgangur á Siglunesreikningnum fyrir svo sem einum jólaglaðningi. Við verðum að gefa honum eitthvað nytsamleg, sjampó fyrir konuna og jafnvel dagatal fyrir hann eða gafal í heyskapinn - svo er einnig hægt að senda honum Siglunes-special drykk, það eru einhverjir afgangar af göróttum drykkjum eftir lokaferðina - sullum þessu saman. Góð uppástunga með pottana og Vitabarinn. Próflesturinn fer að plaga mann í næstsíðasta skipti, í bili. Svo ef fólk vill hitta hvort annað frekar þá vil ég benda á það að ég og Bogi erum duglegir að svitna saman í háskólagymminu - tímar kl. 16 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Gaman væri að sjá helgarsögur og myndir.
Ég skoðaði myndir af frænda Nils. Kappinn er 165 cm á hæð er einhleypur og Ozzy er hans maður. Sá hann hjá Jay um daginn.
Giorgio